Ellefu sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra SSNV

Fyrir um mánuði síðan rann út umsóknarfrestur í stöðu framkvæmdastjóra SSNV, landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alls bárust 18 umsóknir um stöðuna en sjö umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eftir að umsóknarfresti lauk.

Meðfylgjandi er listi yfir umsækjendur og starfsheiti þeirra.

  • Guðmundur Tómas Axelsson - Framkvæmdastjóri
  • Guðmundur Þór Jónsson - Lögmaður
  • Jón Gunnar Borgþórsson - Stjórnenda-/rekstrarráðgjafi
  • Jónas Egilsson – Fv. sveitarstjóri
  • Katrín Guðjónsdóttir - Framkvæmdastjóri
  • Oddur Sigurðarson - Framkvæmda-, fjármála- og þjónustustjóri
  • Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir – Fv. sveitarstjóri
  • Sigurður Líndal Þórisson - Verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Sigurðsson - Sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundarkennari
  • Þorvaldur Hjaltason - Rekstrarstjóri
  • Örlygur Hnefill Örlygsson – Framkvæmdastjóri

Málaflokkar sem SSNV fæst við varða m.a. byggðaþróun, atvinnumál, menntamál, samgöngumál, menningarmál og kynningu Norðurlands vestra. Öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru aðilar að SSNV en þau eru: Húnaþing vestra, Skagabyggð Húnabyggð, Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Heimili og varnarþing samtakanna er á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir