Ekki samstaða um sameiningarviðræður í Skagabyggð

Stuðlaberg við Kálfshamarsvík á Skaga. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Stuðlaberg við Kálfshamarsvík á Skaga. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Skagabyggðar hafiá fundi sínum þann 3. nóvember sl. ákveðið að ekki væri samstaða innan sveitarstjórnarinnar til að hefja formlegar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Skagaströnd. Sveitarfélagið Skagaströnd hafði á fundi sínum þann 20. október ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við Skagabyggð.

Framkvæmd var skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna tveggja varðandi upptöku formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélganna. Niðurstaðan var afgerandi á Skagaströnd en lítið bar á milli í Skagabyggð hjá þeim sem sögðu já og þeim sem sögðu nei.

Í fundargerð Skagabyggðar kemur fram eftirfarandi bókun: „Eftir talsverðar umræður innan sveitarstjórnar Skagabyggðar telur hún ljóst að ekki sé samstaða innan sveitarstjórnar til að hefja formlegar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Skagaströnd. Niðurstöður skoðunarkönnunar í Skagabyggð voru ekki afgerandi og hafði það áhrif á afstöðu sveitarstjórnarmanna.“

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir