Ekki mjög sexý setning...en gæti skipt þig miklu máli...

Á raunfærnimat erindi við þig?
Ef þú hefur ekki menntun í starfsgrein sem þú hefur samt mikla starfsreynslu í gætir þú bætt stöðu þína á vinnumarkaði með því að fara í raunfærnimat. Þú gætir tekið stór skref í átt að starfsréttindum og auknu starfsöryggi.

Hægt er að fá færni sína metna í mörgum starfsgreinum á Íslandi t.d. má nefna flestar iðngreinarnar, skipstjórn, fisktækni, matartækni og fleira. Ef fólk hefur starfað við starfsgrein þar sem raunfærnimat er í boði en hefur ekki lokið námi á því sviði þá getur það mögulega fengið færni sína metna á ákveðnum sviðum starfsins sem samsvara tilteknum námsgreinum í fagmenntun.

Ekki er um að ræða að taka próf eins og við þekkjum þau úr skólum heldur mætir fólk í samtal þar sem rætt er um alla þætti og allar hliðar á því sem gert er í viðkomandi starfsemi, faggrein eða framleiðsluferli. Matið getur leitt til þess að einstaklingur telst hafa lokið tilteknum áföngum og þar með tilteknum einingafjölda í framhaldsnámi.

Mánudaginn 14. apríl næstkomandi munu starfsmenn Iðunnar fræðsluseturs kynna raunfærnimat á opnum fundi í Farskólanum á Sauðárkróki kl. 17:00. Fundurinn verður opinn almenningi á Blönduósi og Skagaströnd, í fjarfundabúnað, í námsverum staðanna á Þverbraut 1 og Einbúastíg 2.

Einnig getur hver sem er, hvenær sem er, fengið viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa á vegum Farskólans og fræðst um möguleika sína á sviði menntunar og atvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir