Ekki meiri „Truflun“ takk!

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður líkir inngripum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum helst við „truflun“ þeirra Audda og Sveppa. En Einari finnst „truflun“ ríkisstjórnarinnar ekki eins sniðug og þeirra spébræðra.

Í aðsendri grein Einars hér á Feyki.is segir Einar„Við vitum öll að um fiskveiðistjórnarmálin hefur verið ágreiningur. Það er illt. Við þekkjum líka aðfinnsluefnin. Sum þeirra eru praktískir þættir sem við getum unnið úr og að því er stefnt. Aðrir þættir lúta að meiri grundvallarspurningum. Þar hlýtur að vega þyngst að við höfum skipulagið þannig að það tryggi sem mestan heildarafrakstur úr takmarkaðri auðlind.

Við sem um þessi mál vélum skuldum framtíðinni það að við vinnum vel og skipulega að úrlausn þessa mikilvæga máls. Með vinnu sérfræðinganna er búið að kortleggja sviðið betur en nokkru sinni fyrr. Við þekkjum núna hvað hægt er að gera og hvað skynsamlegt er að gera. Við þurfum núna næði til þess að vinna úr þessari stöðu. Vonandi fáum við ekki fleiri Audda-og-Sveppa sendingar úr ríkisstjórninni sem trufli það starf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir