Eitt smit frá í gær en fækkar ört í sóttkví
Einn greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gær á Sauðárkóki og eru því 14 manns komnir í einangrun, eftir því sem fram kemur í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en viðkomandi einstaklingur var í sóttkví. Hins vegar, segir í tilkynningunni, fækkar fólki jafnt og þétt í sóttkví, sem er jákvætt.
Nú sæta alls 236 manns sóttkví á Norðurlandi vestra, 78 færra en í gær. Flestir eru skráðir á Sauðárkróki eða 189 en voru 67 fleiri í gær eða 256.
Auk þess smits sem greindist á Króknum 2 greindist annað innanlandssmit sl. sólarhring. Alls eru 63 einstaklingar í einangrun á landinu öllu og 330 í sóttkví. Á höfuðborgarsvæðinu eru 29 manns í einangrun, 14 á Suðurlandi og þrír á hvoru svæði Suðurnesjum og Vesturlandi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.