Eftirspurn greiðslumarks mjólkur langt umfram framboð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2021. Þrettán vildu selja en fjöldi kauptilboða var alls 174. Þetta er síðasti markaður ársins og taka viðskiptin gildi frá 1. janúar 2022.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 187 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember sl. en um síðasta markað ársins er að ræða. Samkvæmt vef stjórnarráðsins taka viðskiptin gildi frá 1. janúar nk..
Þar kemur fram að tilboð hafi verið send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ, sem er greiðslukerfi landbúnaðarins, og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir.
Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 305 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði, þ.e. 305 kr./ltr.
Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13.
Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 174.
Eitt kauptilboð var undir jafnvægisverði/hámarksverði.
Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.135.858 lítrar
Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 8.565.000 lítrar
Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.135.725 lítrar að andvirði 346.396.125,- kr.
Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 56.784 lítrar. Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 16.
Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.