Efnilegustu, bestu og markahæstu leikmenn Tindastóls

Deildarmeistarar 3. deildar kampakátir á lokahófi knattspyrnudeildar Tindastóls sl. laugardag. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson.
Deildarmeistarar 3. deildar kampakátir á lokahófi knattspyrnudeildar Tindastóls sl. laugardag. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson.

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls var haldið sl. laugardag og óhætt að segja að góðri uppskeru var fagnað. Bæði lið meistaraflokka, kvenna og karla, áttu góðu gengi að fagna. Srákarnir urðu deildarmeistarar 3. deildar með fádæma yfirburðum og stelpurnar unnu sinn riðil í 1. deild einnig með miklum yfirburðum.

Tindastóll ásamt Hvöt og Kormáki sendi einnig lið til keppni í 2. flokki beggja kynja og var leikmönnum þeirra liða veittar viðurkenningar samkvæmt hefðinni. Efnilegustu, bestu, markahæstu sem og mestu félagarnir fengu bikar en þeir voru:

 

Efnilegasti leikmaður 2.fl. kvenna: Vigdís Edda Friðriksdóttir

Besti leikmaður 2.fl. kvenna: Hrafnhildur Björnsdóttir

Efnilegasti leikmaður 2.fl. karla: Jón Grétar Guðmundsson

Besti leikmaður 2.fl. karla: Jónas Aron Ólafsson

Félagsmaðurinn: Bryndís Rut Haraldsdóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson og Atli Dagur Stefánsson

Þjálfarar ársins: Haukur Skúlason og Stefán Arnar Ómarsson

Markahæstu leikmenn: Kenny Hogg og Jesse Shugg

Besti leikmaður m.fl. kvenna: Hrafnhildur Björnsdóttir

Besti leikmaður m.fl. karla: Stephen Walmsley

Myndir: Ómar Bragi Stefánsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir