Efnilegir, góðir og meistarar verðlaunaðir hjá UMSS
Uppskeruhátíð Frjálsíþróttaráðs UMSS 2016 var haldin hátíðleg sl. laugardag þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur ársins ásamt því að velja frjálsíþróttamann og konu ársins sem og að verðlauna unga og efnilega iðkendur, pilt og stúlku.
Auk þess að veita fyrrgreind verðlaun veitti Guðjón Ingimundarson viðurkenningar í formi borða sem var búið að setja áletrun á. Þá var sýnd stuttmynd sem heitir Glundroði 2016 en að sögn Sigurjóns Leifssonar formanns frjálsíþróttadeildar hefur það veri hefð að einstaklingar í frjálsum taki sig saman og útbúi stuttmynd þar sem gert er grín að ýmsum hlutum.
Þau sem fengu verðalaun eru eftirfarandi:
Ísak Óli Traustason var valinn Frjálsíþróttamaður UMSS 2016
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var valinn Frjálsíþróttakona UMSS 2016
Ungir og efnilegir voru valdir:
Piltur: Andri Snær Tryggvason
Stúlka: Andrea Maya Chirikadzi
Verðlaun til Íslandsmeistara á árinu:
Ísak Óli Traustason, grindahlaup og langstökk
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, grindahlaup
Andrea Maya Chirikadzi, kúluvarp
Verðlaun fyrir þá sem urðu Unglingameistarar á ULM 2016 en það voru:
Andrea Maya Chirikadzi í kúluvarpi
og Unnur María Gunnarsdóttir í 60m hlaupi í flokki fatlaðra
Þrátt fyrir að frjálsíþróttadeild Tindastóls sjái um þjálfun keppenda er ávalt keppt undir merkjum UMSS á mótum.
Um 80 manns æfa frjálsar hjá frjálsíþróttadeild Tindastóls þennan veturinn, og að sögn Sigurjóns Leifssonar eru um 60 í yngri flokkum og um 20 í eldri flokkum. Þjálfarar eru Sigurður Arnar Björnsson, Gestur Sigurjónsson, Þorgerður Eva Björnsdóttir og Áslaug Jóhannesdóttir
Hjá Smára í Varmahlíð eru um 20 krakkar að æfa frjálsar en þjálfari þar er Linda Björk Valbjörnsdóttir.
Myndir: Frjálsíþróttadeild Tindastóls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.