Edda Brynleifsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Barnabæ
Edda Brynleifsdóttir hefur verið ráðin í fasta stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Edda útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2005, starfaði sem deildarstjóri, sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri á Seljaborg í Reykjavík ásamt því að starfa einnig á Laufásborg í Reykjavík.
Hún hóf störf sem deildarstjóri á Leikskólanum Barnabæ árið 2008 en hefur einnig starfað sem sérkennslustjóri og aðstoðarleikskólastjóri á Barnabæ.
Edda fór í leyfi í tvö ár frá 2016-2018 þegar hún hóf sjálfstæðan atvinnurekstur á Blönduósi.
Einnig hefur Edda lokið námi í ferðamálafræði, Mætti kvenna, hagnýtu námi til stofnunar fyrirtækis og reksturs og Skrifstofuskólanum.
"Það er ánæjulegt að ráða inn til skólans reyndan kennara sem aðstoðarskólastjóra, sem er með góðan og fjölbreyttan bakgrunn sem nýtist vel í því fjölbreytta starfi sem aðstoðarleikstjóri er," segir á vef Blönduósbæjar.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.