Davíð Örn í úrslit stærðfræðikeppni framhaldsskólanema
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.10.2009
kl. 08.00
Sagt er frá því á heimasíðu hins 30 ára gamla Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að forkeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanemenda fór fram þriðjudaginn 6. október. Nemendur FNV hafa staðið sig mjög vel í keppninni undanfarin ár og að þessu sinni komst Davíð Örn Þorsteinsson í úrslit, en hann er í hópi tíu efstu á efra stigi.
Davíð hefur líka staðið sig vel í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema. Þar komst hann í úrslit í fyrra og keppti fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Mexíkó í sumar.
Keppt var á efra og neðra stigi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.