Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Í fyrra bar þessi dagur upp á öskudag og því var ekkert gert á leikskólum í Skagafirði í tilefni af honum.

En nú í ár ætlum við að fara í skrúðgöngu. Börn og starfsfólk allra leikskólanna í Skagafirði ætla að koma saman við pósthúsið á Sauðárkróki kl 10:00 og ganga þaðan fylktu liði að Ráðhúsinu. Við Ráðhúsið verður stoppað og sungið, síðan verður gengið áfram inn á Flæðarnar og myndaður þar einn stór vinahringur og sungið. Eftir það gæða börnin sér á nesti áður en haldið verður heim á leið. Við viljum hvetja foreldra og aðra að mæta og ganga með okkur.
                                               

 Börn og starfsfólk leikskólanna í Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir