Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt
Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Sögumaður var Eyþór Árnason en Gissur Páll Gissurarson, Helga Rós Indriðadóttir, Jóel Agnarsson, Ragnheiður Petra Óladóttir, Sindri Rögnvaldsson sáu um sönginn ásamt Skagfirska kammerkórnum. Píanóleikur var í höndum Guðrúnar Döllu Salómonsdóttur. Samantekt og umsjón var í umsjón Eyþórs og Helgu Rósar en Byggðasafn Skagfirðinga hafði veg og vanda af munasýningu.
Ómar Bragi Stefánsson smellti nokkrum fínum myndum á viðburðinum og birti á Skín við sólu en hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi til myndbirtingar og hér að neðan eru nokkrar myndanna sem hann tók.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.