D- og Á-listinn býður fram lausn
Þrír bæjarfulltrúar E-listans á Blönduósi þinguðu nú í hádeginu um hugsanlegan stuðning við nýjan minnihluta í bæjarstjórn. Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Á-lista hafa boðist til að taka tímabundið að sér stjórnun Blönduóss eftir að meirihluti E-listans féll í gær.
Á bæjarstjórnarfundi í gær sagði Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, skilið við E-listann þannig að enginn meirihluti er núa starfandi á Blönduósi.
Tillaga fulltrúa D- og Á-lista um að taka við stjórn bæjarins var ekki formleg heldur var um bókun að ræða. Tillagan felur það í sér að kjörnir fulltrúar E-listans stígi til hliðar á meðan farið er í saumana á þeim ágreiningi sem þar er. Þegar sú vinna er að baki kæmi til greina að E-listinn tæki aftur við stjórnun bæjarins.
E-listinn fékk 4 kjörna bæjarfulltrúa í síðustu kosningum og því hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Á síðustu mánuðum hefur bæjarstjórn staðið þétt saman að stjórnun bæjarins og afgreiddi meðal annars fjárhagsáætlun 2009 samhljóða á fundi í desember síðastliðnum. Þennan ávinning af góðu samstarfi innan bæjarstjórnar viljum við varðveita,segir í bókun D- og Á-lista.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.