Byggðastofnun fær þrjá milljarða til að lána minni fyrirtækjum

Húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. MYND: ÓAB
Húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. MYND: ÓAB

Mbl.is segir frá því að evr­ópski fjár­fest­inga­sjóður­inn hafi veitt Byggðastofn­un ba­ká­byrgð að hluta á allt að ríf­lega þremurmillj­örðum króna, eða um 20 millj­ón­um evra, með stuðningi svo­kallaðrar COSME-áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þess­ir fjár­mun­ir eiga að nýt­ast Byggðastofnun til þess að veita litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni lán.

Með þessu sam­komu­lagi get­ur Byggðastofn­un boðið rýmri lána­skil­mála, þar á meðal lán sem sér­sniðin eru að t.d. um­hverf­is­vernd, ný­sköp­un, stuðningi við frum­kvöðla­starf­semi kvenna, ungra bænda og sjáv­ar­út­vegs í viðkvæm­um byggðum. Gert er ráð fyr­ir að allt að 100 fyr­ir­tæki af lands­byggðinni geti nýtt sér lán af þessu tagi.

„Það er einkar mik­il­vægt, sér í lagi í kjöl­far þessa al­heims­far­ald­urs, að lands­byggðirn­ar hafi aðgengi að fjár­mögn­un í þeirri end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins sem fram und­an er.  Þetta sam­komu­lag mun auðvelda Byggðastofn­un að sinna sínu hlut­verki og styrkja all­ar dreifðari byggðir lands­ins,“ segir Arnar Már Elíasson, for­stöðumaður fyr­ir­tækja­sviðs Byggðastofn­un­ar, í til­kynn­ingu um málið.

Sjá nánar á mbl.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir