Bruni á svínabúi við Skriðuland í Langadal
Mbl.is greinir frá því í morgun að líklegt sé talið að um 200 svín hafi drepist í bruna á svínabúi við Skriðuland í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Allur tiltækur mannskapur Brunavarna Austur-Húnvetninga er á vettvangi og berst við eldinn en vatnsöflun gengur erfiðlega.
„Við fengum tilkynningu um eld í útihúsi hérna við Skriðuland í Langadal snemma í morgun og sendum allan okkar mannskap og búnað á svæðið. Slökkvistarf hefur gengið ágætlega og við höfum náð að halda eldinum í einum þriðja af húsinu,“ segir Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, í viðtali við mbl.is en hann telur að um 200 svín hafa drepist í brunanum. Reynt er að verja aðra hluta hússins en það er hólfað niður með eldvarnarveggjum og eru svínin þar á lífi.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.