Blómabörnin kalla

Hið árlega hippaball verður haldið laugardagskvöldið 24. júlí nk. á Ketilási þar sem hljómsveitin Hafrót sem m.a. hefur þá Árna Jör. og Rabba í Leyningi innanborðs leikur fyrir dansi.

Öll gömlu góðu lögin frá gullaldarárunum fá að hljóma frá klukkan 22.00 - 02.00 og hefst fjörið með gjörningi á Ketilástúninu þar sem allir taka þátt með því að mynda „peace-merki“  eins og gert var í fyrra.

Aldurstakmark er nú komið niður í 40 ár en þó eru yngri gestir velkomnir „í fylgd með fullorðnum“.

Fyrr um daginn verður haldinn markaður á Ketilási sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir