Blóðgjöf er lífgjöf

Blóðbankabíllinn. MYND TEKIN AF NETINU
Blóðbankabíllinn. MYND TEKIN AF NETINU

„Blóðgjöf er lífgjöf,“ er eitt af slagorðum Blóðbankans, sem minnir okkur svo sannarlega á mikilvægi þess að gefa blóð. Allir þeir sem geta gefið blóð eru hvattir til þess að mæta í Blóðbankabílinn sem staddur verður á Sauðárkróki við Skagfirðingabúið, þriðjudaginn 19. september, frá klukkan 11:00-17:00.

Frá Sauðárkróki fer bíllinn áleiðis á Blönduós, þar verður hægt að gefa blóð fyrir utan N1, milli klukkan 09:30- 12:00, miðvikudaginn 20. september. Frá Blönduósi fer hann sama dag á Hvammstanga og þar verður bíllinn milli klukkan 14:00 og 17:00 við Íþróttamiðstöðina þar í bæ.

Ef þú hefur aldrei gefið áður blóð en langar að gefa, getur þú farið í bílinn og látið taka blóðprufu og svarað þar nokkrum spurningum um heilsufar, til þess að athuga hvort þú sért álitlegur gjafi, niðurstöður úr því liggja svo fyrir, 2-3 vikum seinna og ef í ljós kemur að þú getur gefið blóð eru þér allir vegir færir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir