Bílvelta í Blönduhlíðinni

Bílvelta varð á Norðurlandsvegi á móts við bæinn Höskuldsstaði í Akrahreppi um kl.20:30 í gærkvöldi. Ökumaður og tvö ung börn sem voru í bifreiðinni sluppu með minniháttar skrámur. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.

Ökumaður var með öryggisbelti spennt og börnin voru í barnabílstólum í samræmi við aldur sinn. Er það mat lögreglu að mun verr hefði farið ef öryggisbelti eða réttur öryggisbúnaður fyrir börn hefði ekki verið notaður.

Af þessu tilefni vill lögregla brýna það fyrir fólki að nota öryggisbelti og nota réttan öryggisbúnað fyrir börn í samræmi við aldur þeirra og þyngd.
Í þessu tilviki margborgaði það sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir