Beittu klippum til að ná ökumanni út
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.07.2010
kl. 08.09
Slökkvilið Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu ásamt sjúkraliði, var kallað út laust eftir klukkan þrjú í gær eftir að bifreið fór útaf Þjóvegi 1 í Langadal. Beita þurfti klippum til þess að ná ökumanni bifreiðarinnar út úr bílflakinu sem talið er að hafi farið 2-3 veltur.
Tveir voru í bílnum og voru þeir báðir fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi til frekari skoðunar samkvæmt vef Brunavarna A-Hún.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.