Bara flogið á Naflann í kvöld
feykir.is
Skagafjörður
19.05.2010
kl. 22.27
Flugi innanlands var aflýst í kvöld að öðru leyti en því að flogið var á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Hingað á Krókinn komu tveir Fokkerar frá Flugfélagi Íslands upp úr klukkan 9 í kvöld og er önnur þeirra nú að leggja í hann til baka. Öskuský yfir landinu hefur gert það að verkum að flugvellir um allt land hafa lokast - með þessari undantekningu.
Ekki ætluðu farþegar Flugfélagsins til Sauðárkróks og voru því ferjaðir í og úr flugi frá Akureyri með hópferðabifreiðum. Ljósmyndari Feykis skaust niður á völl og náði nokkrum myndum af þessari óvenju miklu umferð um Alexandersflugvöll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.