Bændur vilja ekki nýja reglugerð ráðherra

Bændasamtökin hafa mótmælt aðferðum við breytingar á reglugerð um viðskipti með mjókurkvóta sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út fyrr í vikunni.

Í gær gengu fulltrúar Bændasamtaka Íslands, þeir Haraldur Benediktsson formaður og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri, á fund Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og komu á framfæri athugasemdum í samræmi við bókun stjórnar frá síðasta stjórnarfundi. Haraldur segir í viðtali á BBL.is að  mótmælt hafi verið þeim skamma fyrirvara sem kúabændur hefðu til aðlögunar að breytingunum, auk þess sem efasemdum um lögmæti reglugerðarinnar var komið á framfæri og málið sé nú í höndum ráðherra.  Haraldur segir að hann hafi tekið þeim vel en hafi ekki að sinni brugðist efnislega við athugasemdum þeirra.

Í reglugerðinni felst að komið verður á fót markaði með mjólkurkvóta sem Matvælastofnun starfræki. Verður markaðurinn starfræktur tvisvar á ári, 1. júní og 1. desember, og í fyrsta sinn 1. desesmber nk. Óánægja bænda vegna breytinganna má einkum rekja til þess að þeir telji fyrirvarann of stuttan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir