Auka bæjarstjórnarfundur í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.01.2009
kl. 08.49
Auka bæjarstjórnarfundur verður haldinn í bæjarstjórn Blönduóss í dag fimmtudaginn og hefst kl. 17:00 á bæjarskrifstofunni. Fyrir fundinum liggja tvö mál. Annars vegar málsmeðferð meirihluta E-listans við ráðningar á bæjarstjórum á kjörtímabilinu 2006-2010 og við starfslok fyrri bæjarstjóra.
Hitt málið sem rætt verður á fundinum er erindi Láru V. Júlíusdóttur hrl. fyrir hönd Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, þar sem gerð er krafa um greiðslu 2.925.453,- vegna mismuna á launum hennar og núverandi bæjarstjóra út núverandi kjörtímabil.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.