Auðunn Sig leiðir lista Framsóknar og annarra framfarasinna í A-Hún
Í tilkynningu á Húnahorninu er sagt frá því að í dag var kynntur B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Það er Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður, sem skipar oddvitasæti listans en í öðru sæti er Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri, og þriðja sætinu er Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur.
Listinn, sem mun sækja um bókstafinn B, var kynntur á opnum fundi hjá Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var í dag 27. mars í Glaðheimum á Blönduósi.
Fram kemur að fundurinn var vel sóttur en hann sóttu liðlega 50 manns. Mikil jákvæðni og baráttuhugur kom fram í máli fundarmanna og einhugur er um að vanda til málefnastarfs á næstu vikum.
Eftirtaldir skipa B-listann:
- Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður
- Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri
- Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur
- Erla Gunnarsdóttir, ferðamálafræðingur og ferðaþjónustubóndi
- Magnús Valur Ómarsson, málarameistari
- Elín Ósk Gísladóttir, fótaaðgerðarfræðingur og sjúkraliði
- Agnar Logi Eiríksson, rafvirki og sjúkraflutningsmaður
- Sara Björk Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og landbúnaðarfræðingur
- Karol Galazyn, verkamaður
- Halldór Skagfjörð Jónsson, bóndi og smiður
- Finna Birna Finnsdóttir, deildarstjóri/leikskólaleiðbeinandi
- Anna Margret Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í upplýsingatækni, heimilisfræðikennari og sveitarstjórnarmaður
- Magnús Sigurjónsson, bóndi, B.ed í kennslufræðum
- Sigþrúður Friðriksdóttir, bóndi
- Þorgils Magnússon, byggingatæknifræðingur
- Björn Ívar Jónsson, sjómaður
- Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri
- Valgarður Hilmarsson, fyrrv. sveitarstjóri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.