Auðunn Sig leiðir lista Framsóknar og annarra framfarasinna í A-Hún

Frambjóðenda B-listans. Á myndina vantar Karol Galazyn Sigþrúði Friðriksdóttur, Björn Ívar Jónsson, Agnar Loga Eiríksson og Önnu Margreti Sigurðardóttur. Auðunn er lengst til hægri á myndinni. MYND AF HÚNI.IS
Frambjóðenda B-listans. Á myndina vantar Karol Galazyn Sigþrúði Friðriksdóttur, Björn Ívar Jónsson, Agnar Loga Eiríksson og Önnu Margreti Sigurðardóttur. Auðunn er lengst til hægri á myndinni. MYND AF HÚNI.IS

Í tilkynningu á Húnahorninu er sagt frá því að í dag var kynntur B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Það er Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður, sem skipar oddvitasæti listans en í öðru sæti er Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri, og þriðja sætinu er Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur.

Listinn, sem mun sækja um bókstafinn B, var kynntur á opnum fundi hjá Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var í dag 27. mars í Glaðheimum á Blönduósi.

Fram kemur að fundurinn var vel sóttur en hann sóttu liðlega 50 manns. Mikil jákvæðni og baráttuhugur kom fram í máli fundarmanna og einhugur er um að vanda til málefnastarfs á næstu vikum.

Eftirtaldir skipa B-listann:

  1. Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður
  2. Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri
  3. Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur
  4. Erla Gunnarsdóttir, ferðamálafræðingur og ferðaþjónustubóndi
  5. Magnús Valur Ómarsson, málarameistari
  6. Elín Ósk Gísladóttir, fótaaðgerðarfræðingur og sjúkraliði
  7. Agnar Logi Eiríksson, rafvirki og sjúkraflutningsmaður
  8. Sara Björk Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og landbúnaðarfræðingur
  9. Karol Galazyn, verkamaður
  10. Halldór Skagfjörð Jónsson, bóndi og smiður
  11. Finna Birna Finnsdóttir, deildarstjóri/leikskólaleiðbeinandi
  12. Anna Margret Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í upplýsingatækni, heimilisfræðikennari og sveitarstjórnarmaður
  13. Magnús Sigurjónsson, bóndi, B.ed í kennslufræðum
  14. Sigþrúður Friðriksdóttir, bóndi
  15. Þorgils Magnússon, byggingatæknifræðingur
  16. Björn Ívar Jónsson, sjómaður
  17. Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri
  18. Valgarður Hilmarsson, fyrrv. sveitarstjóri

Sjá nánar á Húni.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir