Atvinnulausum körlum fækkar en konum fjölgar
Atvinnulausum á Norðurlandi vestra fækkaði í alls um 15 á milli mars mánaðar og apríl mánaðar. Alls fækkaði atvinnulausum karlmönnum á svæðinu um 17 en atvinnulausum konum fjölgaði aftur á móti um tvær.
Sé horft á skiptingu milli sveitarfélaga kemur í ljós að mest er aukning í kvennaatvinnuleysi í Skagafirði en þar eru þremur fleiri konum atvinnulausar í apríl en í mars en karlmönnum á skrá fækkar um fimm á sama tíma. Þá bætast tvær konur inn á atvinnuleysiskrá á Blönduósi á meðan karlmönnum á skrá fækkar um þrjá. Mest minnkar atvinnuleysi í Húnaþingi vestra eða um sex fimm karla og eina konu. Þar næst kemur Skagaströnd þar sem fækkar um þrjá karla og tvær konur.
Heimild. Vinnumálastofnun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.