Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer nk. laugardag 19. febrúar: Blönduósbær og Húnavatnshreppur; Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur; Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur.
Atkvæðagreiðslan fer fram á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi en greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem hér segir:
- Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
- Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
Miðvikudaginn 16. febrúar nk. verður opið til kl. 19:00 á báðum skrifstofum embættisins.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl.10.00 fimmtudaginn 17. febrúar nk. Eyðublaðið má nálgast á vef sýslumanna, www.syslumenn.is
Samkvæmt tilkynningu frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra geta þeir, sem að fyrirmælum sóttvarnayfirvalda eru í einangrun fram yfir kjördag, beint óskum um kosningu til embættisins fram til kl. 13:00 þann 19. febrúar nk. Beiðni um kosningu skal fylgja staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Beiðnum skv. framangreindu um atkvæðagreiðslu í heimahúsi og kosningu vegna einangrunar skal beint á aðalnetfang embættisins, nordurlandvestra@syslumenn.is
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.