Árskólabörn í leikhús

Trúðarnir í Rúa og Stúa

Foreldrafélag Árskóla hefur ákveðið að niðurgreiða aðgöngumiða á barnasýningu Leikfélags Sauðárkróks, Rúa og Stúa.  Börn í 1., 2., og 3. bekk þurfa því aðeins að borga 500 krónur fyrir miðann, en ekki 1700 eins og almennt verð er. 

-Þetta er rausnarlega gert af foreldrafélaginu eins og undanfarin ár  og vonast er til að nemendur nýti sér vel þetta kostaboð. Miðasala er hjá Herdísi í Kompunni kl. 13-18 og í símum 453-5499 og 849-9434, en í miðasölunni er listi yfir nöfn barnanna sem eiga rétt á niðurgreiðslunni, segir tíðindamaður Leikfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir