Árni Rúnar Íslandsmeistari

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði um helgina 17.-18. júlí og komust allir keppendur UMSS á verðlaunapall. Árni Rúnar Hrólfsson bestur í 1500m hlaupi.

Keppendur voru um 200 frá 16 félögum og samböndum, þar af 7 Skagfirðingar, sem allir unnu til verðlauna á mótinu, alls 1 gull, 6 silfur og 5 bronsverðlaun:

Árni Rúnar Hrólfsson varð Íslandsmeistari í 1500m hlaupi, í flokki ungkarla (19-22), náði sínum besta tíma, 4:16,89mín.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 2. sæti í 100m hlaupi (15-16) á 11,67sek og stórbætti sinn fyrri árangur, sem var 12,10sek frá síðustu helgi.  Hann varð einnig í 2. sæti í 200m hlaupi á 23,84sek, (bætti sig í undanrásum, 24,40sek, en vindur var yfir mörkum í úrslitahlaupinu).

Halldór Örn Kristjánsson varð í 2. sæti í 3 greinum (19-22), 400m grindahlaupi á 60,01sek, í 110m grind. á 18,38sek og í langstökki með 5,97m.

Laufey Rún Harðardóttir varð í 2. sæti í kringlukasti (17-18) með 25,72m (pm).

Guðjón Ingimundarson varð í 3. sæti í 300m grind. (17-18) á 44,38sek (pm).  Einnig í 3. sæti í 110m grind. á 16,95 (pm)..

Ísak Óli Traustason varð í 3. sæti í 100m grind. (15-16) á 15,37sek (pm).

Vignir Gunnarsson varð í 3. sæti í sleggjukasti (17-18), kastaði 33.17m (pm).

Ungkarlaveit UMSS varð í 3. sæti í 4x400m boðhlaupi á 3:43,46mín.

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir