Arnar Geir valinn í úrvalsdeildina í pílukasti

Arnar Geir Hjartarson, leikmaður Pílu og bogfimideildar Tindastóls, er í hópi 16 pílukastara sem hafa verið valdir til að taka þátt í úrvalsdeildinni í pílukasti 2022 sem hefst á miðvikudaginn. Spilað verður á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Arnar að vera valinn og frábært fyrir píluna á Sauðárkróki. Líka þar sem Pílan er tiltölulega nýtt sport á Króknum,“ skrifar Indriði Ragnar Grétarsson formaður á Facebooksíðu deildarinnar.

Spilaðir verða fjórir riðlar þar sem jafn margir pílukastarar keppast um að sigra í sínum riðlum hvert kvöld og tryggja sig þar með inn á úrslitakvöldið sem verður í byrjun desember. Þar mun Úrvalsdeildarmeistarinn 2022 verða krýndur.

Dagsetningar og keppendur má sjá  HÉR en bein útsending Stöðvar 2 Sport byrjar kl. 20:00 alla keppnisdagana.

Samhliða Úrvalsdeildinni verða haldin opin mót þessa daga í bláa sal Bullseye. Mótið er opið öllum og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og skapa góða stemmingu í salnum á meðan útsending fer fram.

„Pílukast á Íslandi er í stórsókn og hlökkum við mikið til að fylgjast með þessum frábæru pílukösturum leika listir sínar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! Ert þú ekki örugglega með áskrift?“ er spurt á heimasíðu Íslenska Pílukastsambandsins, ÍPS.

Tengd frétt: Arnar Geir í fyrsta sinn á Íslandsmótið í pílukasti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir