Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Halldór Þormar. AÐSEND MYND
Halldór Þormar. AÐSEND MYND

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“

Hver er maður ársins? Það koma ansi margir ekki til greina, en ég held að maður ársins sé meðaljóninn sem heldur ró sinni og yfirvegun þrátt fyrir stórfelldar áskoranir umhverfisins um að gera eitthvað allt annað en það. Annars er ekki hægt annað en að leiða hugann að eldmóði Guðmundar Felix Grétarssonar og reyna að læra eitthvað af því.

Hver var uppgötvun ársins? Air fryer að sjálfsögðu.

Hvað var lag ársins? Þegar maður er kominn á þessi ár, kemur fátt á óvart og þess vegna get ég aðeins nefnt Elton John og Dua Lipa. Gamalt lag í nýjum búningi. Afar katsí.

Hvað var broslegast á árinu? Jarðfræðingurinn sem lýsti því yfir að það myndi ekki gjósa á Reykjanesskaga núna, þegar gosið var hafið. Hann á alla mína samúð, en það var samt fátt annað í stöðunni en að brosa.

Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Ég sakna allra ára sem líða. Árið 2020 var ekki gott persónulega séð en ég saknaði þess samt. Árið 2021 var frekar lítið eftirminnilegt

Varp ársins? Kastaníumaðurinn kemur upp í hugann.

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Andlitsgrímunni. Hún er frekar þreytandi og óþægileg og stór spurning um raunverulegan tilgang hennar.

Árið í þremur orðum: Það er liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir