Árið 2021: Saknar viknanna tveggja
Hver er maður ársins? Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka. Hún er ótrúleg manneskja. Hún er með Parkison en heldur fínhreyfingunum í þjálfun með því að sauma bútasaumsteppi sem hún svo selur og gefur til góðgerðarmála í héraði. Algjörlega einstök kona.
Hver var uppgötvun ársins? Amalfi-ströndin á Ítalíu, ótrúlega fallegt og á sinn hátt friðsælt svæði þrátt fyrir mannmergðina.
Hvað var lag ársins? Cover Me in Sunshine - Pink og Willow Sage Hart.
Hvað var broslegast á árinu? Að keyra á ítalska þjóðvegakerfinu og þá sérstaklega eftir leiðbeiningum leiðsöguforritsins. Það vildi oft leiða mann á það sem við myndum kalla göngustíga, stundum undir 2 metra á breidd.
Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Þessum tveim vikum sem engar takmarkanir voru innanlands.
Varp ársins? Kviss.
Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Covid-19 og allri umfjöllun um það. Þetta er orðið þreytt.
Hver var helsta lexía ársins? Að hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður vonast eftir en þá er aðal atriðið að finna leið til að takast á við það.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.