Aparólan á Króknum loksins tilbúin

Þessi skemmtilega aparóla á efalaust eftir að gleðja marga í framtíðinni. Mynd: Díana Hreinsdóttir.
Þessi skemmtilega aparóla á efalaust eftir að gleðja marga í framtíðinni. Mynd: Díana Hreinsdóttir.

Í gær var lokið við að strengja vír í aparólu sem staðsett er syðst og neðst í Túnahverfinu á Króknum svo loks gefst krökkum kostur á að leika sér í tækinu sem staðið hefur þráðlaust í sumar.

Það er Kiwanisklúbburinn Freyja á Sauðárkróki sem stendur að uppsetningu rólunnar og segir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, ein Freyjanna, það kærkomið að leiktækið sé komið í gagnið og hvetur hún alla til að prófa að sveifla sér áður en norðanhvellurinn skellur á á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir