Anna Kristín vill annað sætið
Feykir gerði óformlega könnun á hvað varaþingmenn með lögheimili á Norðurlandi vestra, hyggðust gera í komandi alþingiskosningum. Fyrst til svara var Anna Kristín Gunnarsdóttir, Samfylkingu, sem datt út af þingi í síðustu alþingiskosningum. Anna Kristín hyggst falast eftir öðru sæti framboðslista Samfylkingarinnar.
Herdís Sæmundardóttir, varaþingmaður Framsóknar, hyggst setja punktinn hér og nú og ætlar ekki að falast eftir sæti á framboðslista Framsóknarflokksins. Í sama streng tekur Guðný Helga Björnsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks sem skipaði 5. sæti listans fyrir síðustu kosningar. Guðný Helga segir reka stórt bú auk þess sem metnaður hennar snúi ekki að þingmennsku. Magnea Guðmundsdóttir hyggst halda áfram uppbyggingunni á Varmalæk og setur alla sína krafta í kringum þá uppbyggingu og hyggst því ekki bjóða sig fram aftur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.