Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 10
feykir.is
Skagafjörður, SiggaSiggaSigga
01.07.2017
kl. 13.30
Eldri hjón voru á ferðalagi á húsbíl í Bandaríkjunum.
Allt í einu skýst eitthvað út á veginn og lendir undir bílnum. Þau stoppa og athuga málið og sjá að það liggur skunkur á veginum. Virðist hann vera með lífsmarki svo þau ákveða að taka hann með og fara með hann til næsta dýralæknis.
Þau taka skúnkinn og leggja á gólfið í bílnum og keyra af stað.
"Skúnkurinn skelfur", segir konan, "ætli honum sé ekki bara kalt".
"Settu hann þá á milli fótanna á þér", segir maðurinn.
"...en lyktin?", segir konan.
"Já, haltu bara fyrir nefið á honum."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.