Allt slökkvilið kallað að Málmey
feykir.is
Skagafjörður
03.02.2009
kl. 20.44
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar var klukkan 20:07 í kvöld kallað að Málmey Sk1 flaggskipi Fisk Seafood. Ekki reyndist um eld að ræða heldur voru menn frá Vélaverkstæði KS að sjóða í tank. Við það myndaðist mikill hiti og hitnaði stál í lofti svokallaðrar "vöggustofu" skipverja með þeim afleiðingum að rjúka fór úr millilofti og eldvarnakerfi skipsins fór í gang.
Eftir að hafa gengið úr skugga um að ekki væri neinn eldur í skipinu pakkaði slökkviliðið saman og voru bílarnir farnir aftur korter fyrir níu. Gert er ráð fyrir að vakt verði í skipinu í kvöld og nótt. Tjón er óverulegt ef þá nokkuð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.