Akil Rondel Dexter DeFreitas til liðs við Kormák Hvöt

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur fengið til liðs við sig Akil DeFreitas, sem mun auk þess að skelfa varnarmenn andstæðinganna vera Ingva Rafni Ingvarssyni þjálfara til aðstoðar. Hér er á ferðinni leikmaður með mikla alþjóðlega reynslu sem mun nýtast liðinu vel innan vallar sem utan.

Á Íslandi hefur hann leikið með Sindra, Vestra og nú síðast Völsungi, svo hann þekkir land og þjóð vel. Erlendis hefur hann verið á bókum liða í heimalandinu Trinidad & Tobago, Kanada, Finnlandi, Litháen og Finnlandi, auk þess að hafa spreytt sig með góðum árangri í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma.

Akil er eldfljótur og teknískur sóknarmaður sem var reglulega kallaður upp í landsliðsval Trinidad & Tobago á sínum yngri árum. Honum líður vel með boltann við fætur sér og þykir sérlega næmur í að lesa leikinn fagra. Við fögnum okkar nýjasta leikmanni, sem mun vonandi setja nýtt tempó í framlínuna!
/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir