Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
03.03.2016
kl. 10.39
Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða til fyrirlestrar og umræðufundar um fornleifarannsóknirnar í Nesinu. Mynd/SCASS.
Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Á fyrirlestrinum ætla Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri, John Steinberg og Guðný Zoëga, fornleifafræðingar að segja frá aðdraganda rannsóknanna og fyrstu niðurstöður verða kynntar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.