Æfingar hafnar á Himinn og jörð
Æfingar eru hafnar hjá Leikflokki Húnaþings vestra á söngleiknum Himinn og jörð eftir Ármann Guðmundsson en söngleikurinn er saminn fyrir Leikflokkinn við 16 lög Gunnars Þórðarsonar. Um 40 manns taka þátt í undirbúningi sýningarinnar enda verkin ófá og segir í tilkynningu Leikflokksins að meðal annarra eru um sex stúlkur sem sjá um barnapössun enda ófáir foreldrar sem eru þátttakendur verksins.
Kór- og hljómsveitaræfingar hófust í byrjun janúar og leikæfingar seinni hluta þess mánaðar. Leikstjóri verksins er Ármann Guðmundsson en kór- og hljómsveitarstjóri Ingibjörg Jónsdóttir. Áætlaðir sýningadagar eru um komandi páska og verða þeir auglýstir nánar síðar ásamt ýmsum tilboðum sem verða í boði í samvinnu við matar- og gististaði í Húnaþingi vestra.
Tengd frétt: Rokkkórinn með tónleika á Hvammstanga og söngleikur í vor - Ingibjörg Jónsdóttir tekin tali
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.