Æfðu á grasi í síðustu viku

Æfing hjá 3. flokk kvk 24 janúar: Mynd: Tindastóll.is
Æfing hjá 3. flokk kvk 24 janúar: Mynd: Tindastóll.is

Umræðan um grasvellina á Sauðárkróki hefur oft verið á neikvæðu nótunum, þar sem mörg undanfarin sumur hafi þeir komið illa undan vetri og seinir til, þegar vorar. Og ekki man blaðamaður eftir því að hafa heyrt að völlunum sé hrósað á miðjum vetri en æft var á einum grasvellinum í síðustu viku.

Á heimasíðu Tindastóls segir að þann 24. janúar í liðinni viku hafi 3. flokkur kvenna æft á grasvellinum í frábæru veðri. Smá frost hafi verið í vellinum sem var annars nokkuð góður enda hefur veðurfar verið með eindæmum gott undanfarið og segir á síðunni að vellirnir séu ennþá í fínu standi eftir sumarið. „Stefnt er að því að skipta út grasinu á þessum velli fyrir gervigras og er skipulagsvinna við það hafin. Það er von knattspyrnudeildar að hægt verði að æfa allan næsta vetur á gervigrasvellinum sem verður mikil búbót fyrir deildina,“ segir á Tindastóll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir