Flutningaskipið Wilson Skaw strand á Húnaflóa
Skipstjórinn tilkynnti Landhelgisgæslunni um strandið á þriðja tímanum. Varðskipið Freyja, sem statt var í Skagafirði, var kallað út sem og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd sömuleiðis beðið um að halda á vettvang, eins og segir í tilkynningunni.
Aðstæður eru með ágætum á strandstað en Mbl.is hefur eftir Torfa Halldórssyni, bónda á Broddadalsá í nágrenni við strandstaðinn, að staðsetningin sé mjög slæm. „Skipið sé nú fyrir miðjum Húnaflóa og ef það geri norðanátt verði erfitt að bjarga því. Þá sé þarna aðeins grjótharður botn, klappir og sker en ekki sandur.“
Það er því vonandi lán í óláni að gert er ráð fyrir sunnanáttum fram á föstudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.