Flutningaskipið Wilson Skaw strand á Húnaflóa

Samkvæmt Marine Traffic er Wilson Skaw strand skammt austan Ennishöfða. SKJÁSKOT
Samkvæmt Marine Traffic er Wilson Skaw strand skammt austan Ennishöfða. SKJÁSKOT
Flutn­inga­skipið Wilson Skaw strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa í dag. Fram kemur í frétt á mbl.is að skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólma­vík­ur þegar það strandaði, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. Fara þarf fyrir Ennishöfða þegar siglt er inn á Steingrímsfjörð frá Hvammstanga. Skipið er um 4.000 brútt­ót­onn að þyngd og um 113 metra langt.
 

Skip­stjór­inn til­kynnti Land­helg­is­gæsl­unni um strandið á þriðja tím­an­um. Varðskipið Freyja, sem statt var í Skagaf­irði, var kallað út sem og áhöfn þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þá var björg­un­ar­skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Skaga­strönd sömu­leiðis beðið um að halda á vett­vang, eins og seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Aðstæður eru með ágætum á strandstað en Mbl.is hefur eftir Torfa Halldórssyni, bónda á Broddadalsá í nágrenni við strandstaðinn, að staðsetningin sé mjög slæm. „Skipið sé nú fyr­ir miðjum Húna­flóa og ef það geri norðanátt verði erfitt að bjarga því. Þá sé þarna aðeins grjót­h­arður botn, klapp­ir og sker en ekki sand­ur.

Það er því vonandi lán í óláni að gert er ráð fyrir sunnanáttum fram á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir