Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins
Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
„Eins og svo oft áður settist ég niður og byrjaði að spila einhvern spuna til að róa hugann, eitthvað sem hefur allt mitt líf hjálpað mér mikið, tónlist hefur nefnilega ótrúlega mikinn lækninga- og heilandi mátt.
Ég hef heyrt marga tónlistarmenn tala um að sum lög fæðist mjög auðveldlega og birtist nánast allt í einu fullkláruð. Og það var einmitt það sem ég upplifði þetta kvöld. Þegar ég var búinn að spila laglínuna yfir nokkrum sinnum, fann ég sterkt að ég þyrfti að setja saman textann. Í huganum fór ég til barnæskunnar og þar sem ég hef alltaf verið mikið jólabarn og á einungis góðar minningar frá jólunum, þá var textinn klár á nokkrum mínútum, ég man að ég hringdi svo í Línu og sagði henni að ég væri búinn að semja jólalag,“ sagði Haukur.
Hér fyrir neðan má heyra Á Þorláksmessukvöldi:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.