70 milljónir í Húnavatnssýslurnar

Samkvæmt fjárlögunum ársins 2009 munu styrkir og framlög til Húnavatnssýslna nema rúmlega 70,0 milljónum á næsta ári. Hæst ber þar styrkur til Sjávarlíftækniseturs á Skagaströnd en því er úthlutað 22,7 milljónum og framlag til tveggja sérfræðinga í Húnavatnssýslu sem er úthlutað 17,0 milljónum.

Af öðrum verkefnum þá má nefna eftirfarandi: Grettistak ses, 1,5 milljón, Selasetur 5,0 milljónir, Hálendismiðstöð á Hveravöllum 4,0 milljónir, Grettisverkefni í Húnaþingi vestra 4,0 milljónir, Nes, listamiðstöð Skagaströnd 1,0 milljón, Spákonuhof á Skagaströnd 4,0 milljónir, Á slóðum Vatnsdælusögu 2,0 milljónir, Biopol á Skagaströnd 6,0 milljónir og Hveravallafélagið, mannahald á Hveravöllum á veturna 1,5 milljón. Einnig mun verða veitt fjármagn í sjóvarnir á Norðurlandi upp á 19,4 milljónir.

/skagaströnd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir