6 sagt upp á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
Sex starfsmönnum heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fengu í dag uppsagnabréf. Fjórir hjúkrunarfræðingar og tveir ófaglærðir í hlutastörfum.
Að sögn Valbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, er þarna um að ræða fyrstu viðbrögð við gríðarlegum niðurskurði sem stofnunin verður fyrir. -Ég má ekki gefa upp neinar tölur en við þurftum að skera niður um 50 milljónir í fyrra og þegar það er lagt saman við þá tölu sem nú þarf að spara til viðbótar erum við komin með það háar tölur að stofnunin með núverandi rekstri ræður ekki við þær aðstæður. Þessar uppsagnir núna eru bara 1. skrefið en við sjáum fram á skerta þjónustu miðað við núverandi aðstæður en auðvitað munum við fara eins mildilega með uppsagnapennann og hægt verður, segir Valbjörn.
Valbjörn segir að tiltektin hafi byrjað á efstu hæðinni en framundan sé gríðarlega mikil vinna við endurskipulagningu stofnunarinnar til þess að laga hana að breyttum aðstæðum. Hann útilokar ekki að hægt verði að bjóða starfsmönnunum 6 einhverja vinnu að endurskipulagningu lokinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.