6 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnaeign
Kona hefur í hérðasdómi Norðurlands vestra verið dæmd í 6 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni á tattúvinnustofu á þáverandi heimili sínu þann 20. september sl. þegar lögreglan gerði þar húsleit: samtals 27,61 grömm af hassi; 13,06 grömm af amfetamíni og 81,64 grömm af kannabislaufum, sem ákærða ætlaði til söludreifingar í ágóðaskyni.
Jafnframt fyrir að hafa á framangreindum tíma haft í vörslum sínum tvo poka með samtals 331,26 grömmum af kannabislaufum, ætluðum til söludreifingar í ágóðaskyni, sem ákærða hafði falið í kerru í bakgarði hússins.
Ákærða sótti ekki þing, þrátt fyrir lögmæta boðun, þegar málið var þingfest hinn 13. janúar sl. Í framhaldi af því þinghaldi var gefin út handtökuskipun. Ákærða var færð fyrir dóm af lögreglu 21. apríl sl. Eftir nefnda breytingu á ákæru játaði ákærða skýlaust háttsemi þá sem henni er í ákæru gefin að sök. Með játningu ákærðu, sem er í samræmi við gögn málsins, telst sekt ákærðu fyllilega sönnuð en háttsemi hennar er réttilega færð til refsiákvæða í ákæru.
Á sú dæmda að baki allnokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 1985.
Var konan því dæmd í 6 mánaða fangelsi en ekki þótti tilefni til að skiloðsbinda refsinguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.