5G er komið í þéttbýli Blönduóss

Dökkblái liturinn á mynd sýnir sterkara samband og ljósblái liturinn sýnir veikara samband. Mynd: Siminn.is.
Dökkblái liturinn á mynd sýnir sterkara samband og ljósblái liturinn sýnir veikara samband. Mynd: Siminn.is.

„5G er komið í þéttbýli Blönduóss,“ segir í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins  en þeir sem eru með nýjustu útgáfu símtækja frá Apple, Samsung og Nokia geta nú loksins tengst því kerfi. Fyrstu 5G sendar Símans fóru í loftið á dögunum en um er að ræða 30 senda frá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og eru þeir flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafa verið settir upp sendar á Egilsstöðum, Þorlákshöfn og Blönduósi.

5G tæknin færir notendum enn meiri hraða, styður enn fleiri tæki í einu og minnkar svartíma sem mun umbylta notkunarmöguleikum, segir á heimasíðu Símans sem vinnur að uppbyggingu þessarar fimmtu kynslóðar farsímakerfa.

„Samhliða enn frekari þéttingu á 4G kerfi Símans um land allt tryggir hinn nýi samningur hraðari uppbyggingu á 5G, nýjustu kynslóðar farsímakerfa en Síminn hefur í dag sett upp 30 virka 5G senda,“ segir í frétt Símans en undirritaður var fimm ára samstarfssamningur Síminn og sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson um áframhaldandi uppbyggingu og rekstur á farsímakerfi Símans.

„5G kerfi Ericsson mun færa viðskiptavinum Símans enn meiri hraða og ánægjulegri upplifun enda Ericsson leiðandi framleiðandi 5G farsímakerfa í heiminum. Samningurinn gerir Símanum einnig kleift að þróa vöruframboð sitt enn frekar og bjóða upp á nýjungar í farsíma og farneti á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir