500 manns hafa séð Kraft
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
05.10.2009
kl. 12.10
Um 500 manns hafa séð myndina Kraftur – Síðasti spretturinn, sem nú er sýnd í Sambíói í Kringlunni. Aðdáendur á Facebook síðu myndarinnar eru rúmlega eittþúsund og tvöhundruð frá 16 þjóðlöndum.
Myndin fór í almenna sýningu síðast liðinn fimmtudag. Hún hún verður sýnd tvisvar á kvöldi á breyttum (og betri) tíma frá og með deginum í dag, kl: 20:10 og 21:20. Þeir sem ætla sér að sjá myndina verða að drífa sig því sýningum lýkur á fimmtudag. Hægt er að kaupa miða á netinu á slóðinni: http://midi.is/bio/10/2144/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.