40 ára afmæli Skagfirðingabúðar fagnað með grillveislu og afsláttum

Skagfirðingabúð fyrir allnokkrum árum. Mynd: Úr safni Feykis
Skagfirðingabúð fyrir allnokkrum árum. Mynd: Úr safni Feykis

Í sumar eru liðin 40 ár frá því að Skagfirðingabúð fór að selja Skagfirðingum vörur en búðin opnaði þann 19. júlí árið 1983.

Í tilefni af því verður blásið til grillveislu fyrir utan búðina laugardaginn 15. júlí frá kl. 13-15. Einnig verður hægt að gera kostakaup í búðinni á föstudag og laugardag því það verður 40% afsláttur af fatnaði, skóm, gjafavöru, leikföngum, búsáhöldum, garni, bókum, ritföngum og 10% afsláttur af raftækjum og matvöru.

Við opnun Skagfirðingabúðar á sínum tíma færðist starfsemi sex deilda Kaupfélags Skagfirðinga undir eitt þak: Kjörbúðin við Smáragrund, Byggingarvörudeild við Aðalgötu, Vefnaðarvörudeild, Ritfangadeild, Grána og Lagersalan Eyri. Nafn búðarinnar var sótt til samkomutjalds Skagfirðinga sem reist var á árum áður við hvers kyns mannfagnað.

Það nafn hefur reynst vel við hæfi því enn þann dag í dag má segja að Skagfirðingabúð sé einn helsti samkomustaður Skagafjarðar. Það eru alla vega alltaf líkur á því að hitta góða kunningja í Skagfirðingabúð og spjalla um daginn og veginn eftir að hafa áttað sig á því að maður þyrfti ekki eitthvað, því það fékkst ekki Skaffó.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir