39 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Hólum
Sl. föstudag voru 39 nemendur brautskráðir frá öllum deildum Háskólans á Hólum. Frá Hestafræðideild hlutu 12 manns lærdómstitilinn BS í reiðmennsku og reiðkennslu, frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild útskrifuðust tveir með diplómapróf í fiskeldisfræði og frá Ferðamáladeild voru veittar 14 diplómur í viðburðastjórnun, ein diplóma í ferðamálafræði, sjö BA-gráður í ferðamálafræði og með BA-gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta útskrifuðust þrjár.
Á heimasíðu skólans kemur fram að sérstakar viðurkenningar fyrir námsárangur hafi þær Liva Marie Hvarregaard Nielsen (BS í reiðmennsku og reiðkennslu), Ása Valdís Árnadóttir (BA í ferðamálafræði), Dóróthea Ármann og Hafdís Björk Jensdóttir (diplóma í viðburðastjórnun) fengið.
Susanne Sand formaður FT veitti reiðmennskuverðlaun FT og var það Finnbogi Bjarnason sem hlaut þau að þessu sinni.
Morgunblaðshnakkurinn var afhentur og var það Liva Marie Hvarregaard sem hlaut hann.
Einsöngvari við athöfnina var Aðalbjörg Rósa Indriðadóttir og undirleikari var Jóhann Bjarnason.
Athöfninni var stýrt af Önnu Vilborgu Einarsdóttur, lektor við Ferðamáladeild og að henni lokinni var boðið upp á kaffiveitingar í umsjón Ferðaþjónustunnar á Hólum
Á Hólar.is segir að sólin hafi leikið við gesti og þjóðfánar brautskráningarnema blöktu við hún.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.