2700 skammtar af bóluefni á Norðurland í næstu viku

Þann 1. júní munu 2700 skammtar af bóluefni berast HSN en af þeim eru 1400 skammtar af Pfizer bóluefninu, sem verða m.a. nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 11.-14. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.

Astra Zeneca bóluefnið, um 960 skammtar, mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu. Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetningu með Astra Zeneca geta valið um Pfizer eða Astra Zeneca í seinni bólusetningu. Einnig koma 360 skammtar af Janssen bóluefninu, eftir því sem fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar.

Pfizer og Janssen bóluefnin verða m.a. nýtt til að bólusetja þá sem eftir eru á forgangslistum og til að hefja handahófs bólusetningar. Dregin hefur verið út mismunandi röð árganga eftir starfsstöðvum og má sjá röðunina HÉR, en hve hratt gengur á röðina fer eftir því hversu mikið bóluefni berst og stærð árganga. Linkurinn verður uppfærður vikulega þannig að hægt verður að fylgjast með hve langt röðin er komin á hverjum stað.

Bólusetningar á Akureyri
Á Akureyri fer bólusetning með Pfizer bóluefninu fram þriðjudaginn 1. júní. Þá verða bólusettir einstaklingar í forgangshópum sem ekki hafa mætt í boðaðar bólusetningar. Allir sem hafa fengið boð í bólusetningu en ekki komist eru velkomnir þennan dag eftir kl. 15:00. Einnig er seinni bólusetning. SMS boð verða send til þeirra einstaklinga sem ekki hafa mætt í bólusetningu og eru í forgangshópi. Bólusett er kl. 12:00-15:00

Fimmtudaginn 3. júní verður AstraZeneca bólusetning. Þennan dag er eingöngu seinni bólusetning fyrir þá sem nú þegar hafa fengið fyrri skammt af efninu. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning. Bólusett er kl. 9:00-10:00.

Fimmtudaginn 3. Júní verður einnig Janssen bólusetning. Þá verða bólusettir einstaklingar í forgangshópum og árgangar samkvæmt ofangreindu skipulagi. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning.

Bólusetningar á öðrum starfstöðvum
Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir