142 metra löng snekkja í Skagafirði
Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskiptajöfurinn Andrey Melnitsénkó sem er eigandi skútunnar og er Melnitsénkó sagður vera, samkvæmt viðskiptaritinu Forbes, 95. ríkasti maður heims og í sjöunda sæti yfir auðugustu Rússana.
Snekkjan hefur verið í nokkrar vikur í Eyjafirði en er nú komin í Skagafjörðinn. Hún er sögð hafa kostað um 50 milljarða og er 142 metra löng og möstrin eru um 100 metrar á hæð. Melnitsénkó fékk hana afhenta 2017 og var hún smíðuð af þýsku skipasmíðastöðinni Kobiskrug í Kiel. Ytra borð hennar er hannað af Doelker + Voges, franska artitektinum Jacques Garcia og hinum fræga franska hönnuði Philippe Starck, sem einnig hannaði fleyið að innan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.