1000 manns sáu Frá okkar fyrstu kynnum

Vignir Kjartansson lagar rassinn á buxunum fyrir sýningu Mynd: LS

Ætla má að um 1000 manns hafi séð afmælissýningu  Leikfélags Sauðárkróks, Frá okkar fyrstu kynnum,  en húsfyllir var á öllum sýningu nema einni.
Afmælisriti Leikfélags Sauðárkróks var dreift á öll heimili í Skagafirði í síðustu viku en í vetur fékk LS Héraðsskjalasafn Skagfirðinga til að taka saman ágrip af sögu félagsins í máli og myndum í tilefni af 120 ára afmæli LS. Unnar Ingvarsson hafði yfirumsjón með verkinu sem prýtt er miklum fjölda  ljósmynda sem tengjast sögu Leikfélags Sauðárkróks og leiklist í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir